BLÓMKÁLSGRATÍN SEM MEÐLÆTI
Stundum er gott að skipta út kartöflum og nota í staðinn eitthvað annað með matnum. Þetta blómkálsgratín er kartöflulaust – þótt þeir sem geta alls ekki sleppt kartöflum geti sett þær til helminga á móti blómkálinu í gratínið – og glúten- og mjólkurlaust – og vegan.
Sykurstuðullinn segir til um það hvernig mismunandi fæðutegundir hafa áhrif á blóðsykurinn. Hvítar kartöflur hafa háan sykurstuðul, en blómkálið ekki. Blómkálið veldur því hvorki hækkun á blóðsykri ná leiðir til svefnhöfgi eftir matinn.
Blómkál er trefjaríkt og stuðlar að góðri meltingu, auk þess sem það er ríkt af andoxunarefnum. Ef bæta þarf meltinguna enn frekar, má alltaf taka inn meltingarensím eins og Digest Ultimate frá NOW.
INNIHALDSEFNI:
2 meðalstór blómkálshöfuð, svona um kíló að þyngd eftir að hafa verið snyrt
¼ bolli ólífuolía, plús meira þegar kemur að bakstrinum
3 msk kókosrjómi
½ tsk laukduft
4-5 bökuð hvítlauksrif
3-5 msk fínt skorinn graslaukur
Himalajasalt og svartur pipar eftir smekk
AÐFERÐ:
- Hitið ofninn í 190-200°C
- Takið einn heilan hvítlauk, skerið toppinn ofan af honum öllum, svo sjái niður í hvert rif í lauknum.
- Hellið ólífuolíu yfir allan laukinn, pakkið honum inn í bökunarpappír og bakið hann í 30-40 mínútur, eða þar til laukurinn er mjúkur. Látið kólna.
- Lækkið hitann á ofninn í 175°C svo hann sé tilbúinn fyrir bökuna.
- Skerið blómkálið í stóra bita meðan hvítlaukurinn er að bakast og takið stönglana frá. Setjið örlítið vatn í gufusuðupott og látið suðuna koma upp. Setjið grind með blómkálinu ofan á pottinn og gufusjóðið það í 10-12 mínútur, eða þar til gaffall rennur auðveldlega í gegnum það.
- Setjið soðið blómkálið í matvinnslufél. Bætið við ólífuolíu, kókosrjóma (má vera þykknið úr dós), laukduft, bakaðan hvítlaukinn (hægt að ná honum út með því að kreista rifin), ásamt salti og pipar eftir smekk.
- Blandið öllu saman á púls stillingu þar til blandan er mjúk og jöfn.
- Setjið blönduna í eldfast mót og dreypið ólífuolíu yfir hana.
- Bakið í 30-35 mínútur, þar til bakan er orðin ljósbrún og heit í gegn.
Myndir: CanStockPhoto / racorn-KGM
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025