Þessi blómkálsflatbaka er glútenlaus og það má bæði nota hana meðan verið er í HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum eða þegar honum lýkur. Ef hún er vel bökuð minnir hún dálítið á ristað brauð.
Aðalinnihaldsefnið er blómkál, eitt af þessum grænmetistegundum af krossblómaætt, sem er bæði verndandi fyrir líkamann og stuðlar að góðum estrógen-efnaskiptum hans.
Upplagt er að útbúa böku eins og þessa fyrir sunnudagsbrunch og þá má skera hana í minni bita ef hún er fyrir fleiri.
Fyrir tvo:
INNHALDSEFNI:
500 gr blómkálsblóm
3 msk mulin chia fræ
3 msk kalt vatn
½ bolli möndlumjöl
góð klípa af himalajasalti
1 avókadó – eða 2 lítil lífrænt ræktuð
handfylli af þvegnu klettasalati
nokkrar þunnar sneiðar af rauðlauk
AÐFERÐ:
Hitið ofninn í 200°C og setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Setjið blómkálsblómin í matvinnsluvél og maukið á “púls” stillingu þar til þau verða eins og hrísgrjón. Gott er að nota stóra matvinnsluvél eða gera þetta í skömmtum í minni vél.
Setjið blómkálið í stóran pott, bætið við vatni svo fljóti yfir og látið suðuna koma upp. Setjið lokið á og látið sjóða í 5 mínútur.
Sigtið vatnið frá og leyfið blómkálinu að kólna í nokkrar mínútur.
Meðan blómkálið kólnar búið þá til “chia egg” með því að blanda saman 2 msk af muldum chia fræjum og 3 msk af vatni. Leggið til hliðar og látið bíða meðan blandan þykknar.
Þegar blómkálið hefur kólnað er það sett í grisjupoka (eða þunnt viskastykki) og ALLUR vökvi kreistur út því. Þetta er mikivægt skref.
Setjið blómkálið í stóra skál, bætið “chia egginu”, möndlumjöli og aukaskeiðinni af muldum chia fræjum út í , svo og salti og blandið þar til deigið loðir vel saman.
Setjið deigkúluna á pappírinn á ofnplötunni og leggið annað blað af bökunarpappír yfir. Fletjið kúluna út í svona 1 cm þunna böku.
Bakið við 200°C í 30 mínútur eða þar til efra borð hennar er gullinbrúnt og þurrt viðkomu.
Takið bökuna úr ofninum, leggið bökunarpappír ofan á hana og snúið henni við og bakið í 15 mínútur til viðbótar.
Takið flatbökuna úr ofninum og leyfið henni að kólna.
Maukið á meðan avókadóið og bætið salti út í það.
Skerið blómkálsflatbökuna í fjóra parta og smyrjið með avókadómaukinu og skreytið með klettasalati og rauðlauk eða hverju öðru sem þið viljið hafa ofan á henni.
Líka má bragðbæta avókadómaukið með ólífuolíu, sítrónusafa eða hvítlaukssalti.
Mynd: CanStockPhoto / natafkusidey
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025