BLAÐGRÆNA OG BEININ OKKAR

Nú þegar sólin hækkar á lofti og vetur fer að víkja fyrir vori og svo sumri, styttist í að við förum að sjá blaðgrænu um allt. Það er einmitt í gegnum blaðgrænuna (chlorophyll) sem jurtir og tré nota sér kraft sólarinnar til að ná í orku og mynda líf úr sólarljósinu. Við nýtum okkur líka orku sólarljóssins, því þegar sólin skín á húð okkar myndar líkaminn D-vítamín, sem er nauðsynlegt samhliða kalki til að stuðla að myndun nýrra beina.

Blaðgrænuna þurfum við hins vegar að fá úr þeim plöntum sem við neytum eða úr blaðgrænuvökva sem unninn er úr þeim. Ég get ekki nógsamlega dásamað blaðgrænuvökva, enda skrifað ég heilan kafla um hann í bók minni HREINT Í MATINN. Ég hef tekið blaðgrænu reglulega inn í gegnum tíðina, allt frá því ég átti og rak verslunin Betra líf (1989-1994), en þá var ég sú fyrsta hér á landi til að flytja inn og selja blaðgrænuvökva.

BLAÐGRÆNAN DREGUR ÚR BÓLGUM
Bólgur skaða beinin okkar og það hefur sýnt sig að mikið af ákveðnum bólgumyndandi merkjagenun í líkamanum getur aukið hættu á mjaðmagrindarbrotum um allt að 73%. Mikið af þessum áhættuþáttum tengist neikvæðum áhrifum bólgu á nýrun, sem verða þá fyrir skaða, sem kemur í veg fyrir að þau geti haldið jafnvægi á nauðsynlegum ferlum fyrir beinmyndun. Einfalda niðurstaðan er því sú að minni bólgur leiða til heilbrigðari beina og chlorophyll dregur úr bólgum.

BLAÐGRÆNAN ER ÖFLUGT ANDOXUNAREFNI
Blaðgræna (chlorophyll) ver frumur líkamans gegn oxandi áhrifum með því að eyða frjálsum stakeindum. Vísindalegar rannsóknir sýna að þær hafa neikvæð áhrif á bein líkamans. Engum kemur á óvart að grænt grænmeti sé besta uppspretta blaðgrænunnar. Styrkja má líkamann með því að borða meira af spínati, grænkáli, swiss chard, steinselju, vatnakarsa, grænum baunum, klettasalati, blaðlauk, sykurbaunum, kínakáli, grænni papriku, rósakáli, spergilkáli, aspas, kúrbít, gúrkum, kíví og grænum eplum. Blaðgrænu er einnig hægt að taka inn sem bætiefni, annað hvort í blaðgrænuvökva (chlorophyll) eða í töflum. Leitið eftir þessum vörutegundum í þeim hillum í stórmörkuðum og lyfjaverslunum þar sem NOW bætiefnin eru.

VERNDAÐU LIFRINA OG ÞÚ VERNDAR BEININ
Blaðgræna eykur sérstök lífummyndunar-ensím, sem vernda heilbrigði frumna og vefja í líkamanum. Þessi mikilvægu ensím hjálpa líkamanum að losa sig við skaðleg eiturefni með því að styrkja lifrina. Mikilvægt er fyrir alla starfsemi líkamans, þar með talið beinin, að lifrin sé í lagi.

Heimildir: Grein þessi er stutt samantekt úr pistli á vefsíðu Save Institute/Save Our Bones en hann má lesa í heild sinni HÉR.

Ef þér fannst þessi grein athyglsiverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram