BLÁBERJAÍS OFURKROPPSINS

Þessi uppskrift er frá henni Guðbjörgu Finns, sem rekur G-fit heilsuræktarstöðina í Garðabæ. Hún gaf mér góðfúslega leyfi til að birta hana hér á vefsíðunni. Uppskriftin birtist á matarsíðum Morgunblaðsins fimmtudaginn 7. desember og heiti íssíns vísar til þess að Guðbjörg er algjör ofurkroppur – og kennir öðrum konum að ná frábærum árangri í heilsurækinni.

Það sem mér finnst best við þessa ísuppskrift er að hún er eggjalaus, en þar sem ein sonardóttir mín er með eggjaofnæmi er alltaf verið að leita að slíkum uppskriftum. Ég bendi þeim sem vilja sleppa við mjólkurvörurnar (með laktósa – jógúrtin frá Örnu er laktósafrí) á matreiðslurjómann Milac Gold, sem yfirleitt fæst í verslunum Hagkaups. Hann þeytist vel og heldur sér vel. Það er smá súrmjólk í honum, en hann hefur alla vega ekki leitt til mikilla óþolsviðbragða hjá mér, ef ég nota hann svona einu sinni á ári. En hér kemur uppskriftin:

Innihaldsefni:

 • 3 frosnir bananar í bitum
 • 1 bolli frosinbláber
 • 1 dós grísk jógúrt með vanillu og kókos frá Örnu
 • 1/2 dl rjómi til að auðvelda blandaranum verkið
 • 250 ml þeyttur rjómi
 • 1/4 tsk vanilludropar
 • fínt himalajasalt á hnífsoddi.

AÐFERÐ:

 1. Byrjið á að þeyta saman banana og bláber með 1/2 dl af rjóma í öflugum blandara á við Vitamix.
 2. Bætið svo jógúrt, vanilludropum (eða -dufti) og salti við.
 3. Þreytið rjómann og blandið honum í lokin varlega saman við.
 4. Setjið í gott ísform (ísformin frá Tupperware er mjög flott) og frystið.
 5. Skreytið með fferskum jarðarberjum.

Njótið vel – og ef þið þurfið að “ydda” aðeins líkamann eftir jólin, er upplagt að fara í heilsuræktina til Guðbjargar 🙂

Mynd: Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
 • 601 Posts
 • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram