MEGINEFNI GREINARINNAR:
- Margir óttast elliglöp á efri árum, en Alzheimer’s er nú greint hjá sífellt yngra fólki.
- Talið er að bólgur í heilanum séu orsök Alzheimer’s.
- Fæðutegundir eins og sykur og glúten eru talin geta valdið sjúkdómnum.
- Bætiefnið Curcubrain, sem er unnið úr túrmerik rótinni er unnið með sérstakri aðferð sem gerir það að verkum að það kemst í gegnum heilablóðþröskuldinn og getur dregið úr bólgum í heilanum.
Höfundur: Guðrún Bergmann
Fylgstu með daglegum færslum á FACEBOOK og skráðu þig í HEILSUKLÚBBINN
BÆTIEFNI FYRIR HEILANN
Mikið hefur verið fjallað um heilann á síðustu árum. Í mörgum tilvikum snýst sú umræða um leit á skýringum á heilabilun, eða þeim breytingum sem verða á heilanum þegar fólk er skilgreint með elliglöp eða Alzheimer’s sjúkdóminn. Menn hafa komist að raun um að ferlið hefst með bólgum í líkamanum, sem síðan hafa áhrif á heilastarfsemina.
Í bók sinni Grain Brain fjallar bandaríski taugasérfræðingurinn David Perlmutter meðal annars um að séu bólgur einhvers staðar í líkamanum, séu þær um allan líkamann, líka í heilanum. Heilinn sjálfur er ekki með sársaukanema svo þess vegna gefur hann ekki frá sér boð þótt bólgur kunni að vera þar. Hægt er að framkvæma skurðaðgerð á heila og tæknilega séð finnur heilinn ekki fyrir sársaukanum. Hið sérkennilega er hins vegar, að við nemum sársauka í líkamanum í gegnum heilann.
HEILABILUN Á EFRI ÁRUM
Samkvæmt tölum sem ég heyrði nýlega í fyrirlestri bandaríska læknisins Mark Hyman, þjást 10% þeirra sem eru 65 ára og eldri í Bandaríkjunum af heilabilun (Alzheimer’s), 25% þeirra sem eru 75 ára og eldri og 50% þeirra sem eru 85 ára og eldri. Ég hef ekki rekist á sambærilegar tölur fyrir Ísland, en líklegt er að við séum að nálgast svipaða stöðu.
Ég heyri gjarnan fólk í kringum mig segja að það vilji allt annað en heilabilun til að takast á við á efri árum, en til að geta forðast slíkt þarf að hugsa vel um líkamann eiginlega alla tíð. Heilabilun verður nefnilega ekki til daginn sem hún er greind hjá einhverjum. Hún er að þróast og myndast í mörg ár, áður en hin eiginlega bilun verður.
LÍFSSTÍLL OG BÆTIEFNI SEM DREGUR ÚR BÓLGUM
Lífsstíllinn ræður miklu um það hvort við fáum heilabilun eða ekki. Dr. Perlmutter fékk áhuga á að rannsaka Alzheimer’s vegna þess að faðir hans, sem einnig var taugasérfræðingur, varð sjúkdómnum að bráð. Hann, eins og fleiri, kallar Alzheimer’s “sykursýki týpu 3”. Hann bendir á að til að viðhalda góðri heilaheilsu þurfi að hætta sykurneyslu og eins skera niður aðra kolvetnaneyslu og er hann þá að vísa til glútens í öllum þeim myndum sem það finnst í matvörum í dag.
Við getum líka aukið hreyfingu okkar, bætt svefninn og svo er hægt að taka inn náttúruleg bætiefni eins og CurcuBrain frá NOW, sem er unnið er úr túrmerik-rótinni. Rótin sjálf er talin hafa ótal heilsubætandi áhrif á líkamann, jafnvel svo mörg að ég hef rekist á lista þar sem talin eru upp 100 heilsubætandi áhrif curcumins, sem er virka efnið í túrmerik rótinni.
Vísindalegar rannsóknir á curcumin sýna að það virki bæði sem andoxunarefni, svo og bólgueyðandi efni í líkamanum. Það sem er einstakt við Curcubrain, er að það er unnið eftir sérstakri aðferð sem kallast “longvida” á ensku og tryggir að bætiefnið komist inn fyrir heilablóðþröskuldinn og geti dregið úr bólgum í heilanum sjálfum.
Þeir sem hafa áhuga á að prófa Curcubrain geta fundið það í bætiefnahillum verslana Nettó, m.a. í Mjódd og á Granda.
Sjá ummæli erlendra notenda CurcuBrain HÉR
Aðrar heimildir: Brainline.org
Hlekkur á TED fyrirlestur með Dr. Lara Boyd
Mynd: Can Stock Photo/Jochen
Um höfund
- Guðrún Bergmann
- Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
- Greinar19. janúar, 2025FYRSTA NÝJA TUNGL ÁRSINS 2025
- Greinar16. janúar, 2025HVER STJÓRNAR ÞÍNUM LÍKAMA?
- Greinar13. janúar, 2025FULLT TUNGL Í DAG
- Greinar11. janúar, 2025YFIRLIT YFIR ÁRIÐ 2025