BÆTIEFNI FYRIR BANDVEFINN

Í janúar fyllast allar líkamsræktarstöðvar af fólki, sem ætlar sko aldeilis að taka á því eftir jólahátíðina. Margir taka svo vel á því að þeir ofgera sér og gefast í framhaldinu oft upp. Þeir kunna í raun ekki leiðir til að styðja og styrkja líkamann nægilega vel til að hann geti staðið undir þessu nýja og aukna álagi eftir hóglífi hátíðanna.

Eitt af því sem hjálpar öllum þeim sem stunda líkamsrækt eða eru í stífri þjálfun í einhverjum íþróttum er að taka inn Recover frá geoSilica.

KÍSILL OG MAGNESÍUM

Recover er í vökvaformi og í blöndunni er að finna kísil og magnesíum. Hver dagskammtur er 200 mg af kísil og 375 mg af magnesíum og vökvaformið tryggir skjóta og góða upptöku í líkamanum. Kísillinn styrkir bandvef líkamans og er því mikilvægt steinefni fyrir íþróttafólk og alla þá sem stunda mikil hlaup. Hann lágmarkar áhættuna af meiðslun, dregur úr bandvefsverkjum og stuðlar að styrkingu líkamans.

Magnesíum er eitt mikilvægasta steinefnið sem hægt er að taka inn. Það stuðlar meðal annars að hraðari endurheimt orku eftir æfingar, auk þess sem það tryggir betri svefn og hvíld.

Magnesíum er eitt af þessum efnum sem við losum úr líkamanum við álag, hvort sem um er að ræða streituálag eða líkamlegt álag. Það er því afar mikilvægt að taka það reglulega inn til að viðhalda birgðum þess í líkamanum, þar sem það hefur áhrif á um 700 boðskiptaferla í honum.

ÍSLENSK FRAMLEIÐSLSA

Það skemmtilega við geoSilica vörurnar er að þær eru íslensk framleiðsla. Reyndar kemur íslenskur „útlendingur“ að framleiðslunni, því Fida Abu Libdeh, annar stofnandi fyrirtækisins, kom sem flóttamaður frá Palestínu til Íslands með móður sinni aðeins 16 ára gömul. Eftir ýmsa erfiðleika í menntaskóla, þar sem henni gekk illa að ná tökum á íslenskunni hélt hún í nám í Keili á Ásbrú árið 2007. Þar uppgötvaðist að hún var lesblind og hún fékk viðeigandi hjálp.

Þá var engin hindrun lengur í vegi fyrir frekara námi og eftir stúdentspróf fór hún í háskólanám í umhverfis- og orkutæknifræði. Það var í gegnum námið sem hún fékk þá hugmynd að hægt væri að skapa verðmæti úr affalsvatni jarðvarmavirkjanna. Fáir höfðu trú á þessu verkefni aðrir en hún og skólafélagi hennar Burkni Pálsson, en saman stofnuðu þau frumkvöðlafyrirtækið geoSilica.

Þau komu fyrstu vörunni á markað árið 2014 og nú fjórum árum síðan stefna þau í útrás á erlenda markaði með stuðning fjárfesta sem hafa nú fengið trú á verkefni þeirra.

Neytendaupplýsingar: Vörur geoSilica er hægt að kaupa í öllum helstu apótekum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum, Heisluhúsinu og í Fríhöfninni svo og á vefsíðunni www.geosilica.com

 Myndir: Can Stock Photo / woodoo og af vef geoSilica

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 228 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar