ÁRIÐ SEM DRAUMARNIR RÆTAST

ÁRIÐ SEM DRAUMARNIR RÆTAST

Mér finnst upphaf að nýju ári alltaf svo spennandi. Yfirleitt eru 365 dagar framundan, en árið 2020 eru þeir 366 vegna hlaupaárs. Þessi aukadagur á örugglega eftir að koma sér vel hjá manneskju eins og mér sem er alltaf að óska eftir 36 tímum í sólarhringinn.

Ég fylgist reglulega með vefsíðunni www.numerologist.com og fæ fréttir af því hvað tölurnar þýða og hvaða orka fylgir þeim. Samtalan úr 2020 er 2+0+2+0= 4. Ef við höldum rétt á spilunum gæti flest það sem okkur hefur lengi dreymt um orðið að veruleika á þessu ári. Sjá myndband… 

FÓKUS Á DRAUMANA

Til að draumar okkar geti ræst, megum við ekki alltaf verið að skipta um skoðun og henda út einum draumi, af því að hann rætist ekki nógu fljótt. Við þurfum að hafa úthald til að vinna að öllu því sem þarf að gerast áður en draumurinn verður að veruleika.

Þess vegna eru markmið svo mikilvæg. Þá skrifum við niður allt það sem okkur dreymir um eða sem við viljum að verði að veruleika í lífi okkar. Minn markmiðalisti er yfirleitt nokkuð langur.

Svo pikka ég út af honum FIMM mikilvægustu markmiðin, skrifa þau á blað í upphafi árs og pakka miðanum niður með jólaskrautinu. Í lok árs er listinn svo tekinn fram og skoðað hvort draumarnir (markmiðin) hafi ræst.

BREYTINGAR ERU EÐLILEGAR

Breytingar eru eðlilegur hluti af lífinu og mér finnst áramót vera frábær tími til að hefja breytingaferlið, þótt ég geri svo sem breytingar á öðrum tíma árs líka. Ég hef nefnilega lært að aðlögunarhæfni er góður eiginleiki.

Nýjasta breytingin er sú að nú styttist skráningartímabilið fyrir hvert HREINT MATARÆÐI námskeið niður í 10 daga. Undantekningin er þó námskeiðið sem byrjar 20. janúar, en skráning á það hefst í dag með 10% afslætti sem gildir í 4 daga eða til 6. janúar. Síðasti skráningardagur á námskeiðið er 14. janúar

SMELLTU HÉR ef þú hefur áhuga á að nýta þér afsláttinn!

FREKARI BREYTINGAR

Ég er með tvö ný námskeið í smíðum fyrir árið 2020. Annað þeirra verður NETnámskeið sem fjallar um hvern blóðflokk fyrir sig og það helsta sem hentar hverjum blóðflokki, til að tryggja sem besta líðan.

Hitt námskeiðið verður helgarnámskeið, sem tengist efni bókarinnar BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri. Það verður sjálfsræktarnámskeið fyrir konur sem vilja virkilega bæta líf sitt, styrkja sína eigin sjálfsmynd, læra leiðir til að setja sig í fyrsta sæti án þess að vera eigingjarnar og njóta lífsins betur.

Ég geri ráð fyrir að fyrsta námskeiðið verði eftir miðjan febrúar.

HEILSAN ER MIKILVÆG

Ég hvet þig til að huga vel að heilsu þinni þetta árið. Hún er það dýrmætasta sem þú átt. Það er nefnilega flókið að láta drauma sína rætast ef heilsan er ekki góð.

Settu þér því endilega markmið fyrir árið 2020, sem fela í sér umhyggju fyrir heilsunni. Hugsaðu aðeins fram í tímann, því heilsan eftir fimm, tíu eða fimmtán ár ræðst af því hvernig þú hugsar um hana í dag.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?