Allt í Sistema

Við myndum kannski undir venjulegum kringumstæðum segja “allt í sýstemi” – en í mínu tilviki er það allt í Sistema. Ég er nefnilega að pakka niður til langferðar, því í fyrramálið held ég til Perú og Bólivíu, sem fararstjóri í ferð Bændaferða. Í boxin mín fara glútenlaust brauð og ýmislegt annað góðgæti, svo og bætiefnin sem ég er búin að taka til fyrir 15 daga ferð.

SISTEMA ER ÁN SKAÐLEGRA EFNA
Þessi frábæru Sistema box, brúsar og fleiri geymsluílát eru framleidd í einu af mínum uppáhaldslöndum, nefnilega Nýja Sjálandi. Þeir eru nokkuð miklir snillingar þar þegar kemur að umhverfismálum og þessar plastvörur frá Sistema eru engin undantekning. Þær eru allar án þalata, sem eru sérstök þjálniefni sem sett eru í plast og einnig án BPA. Sú skammstöfun stendur fyrir Bisphenol A, en það er iðnaðarefni sem notað hefur verið við plastframleiðslu frá árinu 1960. Bæði þessi efni geta skaðað heilsu okkar, því þau geta lekið úr plastílátum í mat og annað sem í þau er látið. Því er alltaf mikilvægt þegar plastvörur eru keyptar að skoða hvort þær séu “Phthalate and BPA free”, en sú merking er á öllum Sistema vörunum.

SISTEMA NÝTIST VEL
Fyrir utan að nýtast sérlega vel vegna ýmissa aukahólfa og skipulags, eru Sistema plastílátin staflanleg, þau má setja í frysti og í örbylgjuofninn, því sum ílátin eru með litlu loftopi á lokinu, sem gufan streymir út um við hitun. Að sjálfsögðu má setja þessi plastílát í uppþvottavélina. Eini staðurinn sem þau mega ekki fara á er bakaraofninn. Það er ekki úr vegi að kíkja á Sistema úrvalið næst þegar þú átt leið í Nettó.

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð og vilt fylgjast með skrifum Guðrúnar, skráðu þig þá á póstlistann hennar.

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 591 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram