Áhrif sykuralkóhóls á candida

Þeir sem þjást af candida sveppasýkingu vita að þeir þurfa að forðast sykur, þar sem hann er eitt helsta næringarefni sveppsins og viðheldur offjölgun hans í þörmum. Til að fá sætu í matinn sinn leita margir í gervisætur sem unnar eru úr sykuralkóhóli en það samheiti nær yfir klasa af sykursnauðum kolvetnum, sem oft er að finna í vörum eins og tannkremi og tyggjói. Mörg þessara efna enda á –tol, en þó ekki öll. Þeir sem eru að takast á við candida geta notað Xylitol og Erythritol, en þau sem þarf að forðast eru Arabitol, Glycerol, HSH (Hydrogenated Starch Hydrosylate), Isomalt, Lactitol, Maltitol, Mannitol og Sorbitol.

ERYTHRITOL, XILITOL OG STEVÍA
Margir eiga erfitt með að taka út allan sykur, þegar þeir þurfa að breyta um mataræði til að vinna bug á offjölgun candida sveppsins. Þeir sem þjást af heilsufarseinkennum sem fylgja candida hafa oft verið duglegir við að nota sykur, gosdrykki og annan mat sem hlaðinn er viðbættum sykri, svo viðbrigðin eru mikil. Það hefur sýnt sig að xylitolið er eitt af þeim sætuefnum, sem dregur úr candida sveppnum, einkum þeim sýkingum sem eru í munni, en meltingarkerfið er í raun alveg frá munni og niður í endaþarm. Hin efnin sem þeir sem þjást af candida geta nýtt sér eru erythritol og stevía, en það síðarnefnda er náttúrulegt sætuefni sem hefur nánast engin áhrif á blóðsykurmagn líkamans.

XYLITOL FÆKKAR CANDIDA – SORBITOL FJÖLGAR
Í rannsókn sem gerð var árið 2005 kom í ljós að xylitol dró úr candida sýkingu í munni, bæði fjölgun sveppsins og eins sýkingu vegna hans. Í sömu rannsókn kom hins vegar í ljós að sorbitol (annað sykuralkóhól) stuðlar að fjölgun candida. Að auki kom í ljós að upptaka á xylitoli er hæg og veldur því ekki hækkun á blóðsykri, líkt og gjarnan gerist þegar neytt er annarra súkrósa eða sætuefna.

TOL-in
Nokkuð auðvelt er að leggja á minnið sætuefni sem enda á –tol, en heitin á hinum getur verið aðeins flóknara að muna. Best er þó að leggja bara á minnið þau efni sem þeir sem eru með candida sveppasýkingu geta notað, en það eru xylitol, erythritol og stevía. Til að vinna bug á ýmsum bakteríugróðri í meltingarveginum er líka gott að taka inn óregano olíu (Oil of Oregano) sem fæst í hylkjum, t.d. frá NOW.

Ef þú vilt fylgjast reglulega með skrifum Guðrúnar, skráðu þig þá á póstlistann hennar. Þeir sem eru á póstlistanum fá reglulega tilboð um afslætti, þátttöku í gjafaleikum og ýmislegt annað.

image_print
Deila áfram:

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 503 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
error

Viltu deila þessari grein?