Engar skyndilausnir til

“Áttu ekki til einhverja skyndilausn fyrir mig?” Það er oft ekki langt liðið á samtal mitt við fólk, þegar það spyr þessarar spurningar. Ástæðan er væntalega sú að það telur að ég eigi handa því gulu pillunni með rauðu doppunum, sem það getur tekið og losnað þar með á einum degi við einhver heilsufarsleg vandamál, sem það hefur verið að burðast með í mörg ár.

Auðvitað getur fólk byrjað að finna fyrir líkamlegum breytingum á tiltölulega skömmum tíma ef það gerir breytingar á lífsstíl sínum og mataræði. Algengt er þó að það taki 3-4 mánuði fyrir viðvarandi breytingar að eiga sér stað, eða svo var Hallgrímur heitinn Magnússon vanur að segja. Þegar fólk breytir þó alveg um mataræði, gerast oft kraftaverk á stuttum tíma. Ég hef í um það bil eitt ár haldið námskeiðin HREINT MATARÆÐI, sem byggð eru á samnefndri bók eftir hjartasérfræðinginn Alejandro Junger. Námskeiðin standa í 24 daga, þrjá undirbúningsdaga og svo tuttugu og einn dag á HREINU MATARÆÐI.

.“Einfaldir og góðir hlutir sem endurteknir eru aftur og aftur, leiða til frábærs árangurs!” Guðrún Bergmann

FRÁHVARFSEINKENNI OG BATI
Fyrsu vikuna finna flestir fyrir fráhvarfseinkennum við það eitt að hætta að drekka kaffi, sleppa mjólkurvörum og sykri og hætta að borða brauð. En eftir fjóra til fimm daga byrjar heilsan að breystast og þær breytingar sem verða á næstu vikum eru ótrúlegar. Dæmi eru um að fólk losni alveg við daglega höfuðverki sem það hefur haft til langs tíma, bólgur og slím úr ennis- og kinnholum, vöðvaverki, liðverki, exemútbrot og síðast en ekki síst hægðatregðu.

Í upphafi hvers námskeiðs fer fólk yfir heilsufarslista, sem kemur úr bók okkar Hallgríms heitins Candida sveppasýking, og í lok námskeiðs gerir það slíkt hið sama. Samanburðurinn og árangurinn er nánast lygilegur, því svo margt breytist á svo stuttum tíma. Einn þátttakandi orðaði það svo skemmtilega þegar hún sagðist vera svo “…glöð í líkamanum…” þar sem henni var farið að líða svo vel.

Næsta HREINT MATARÆÐI námskeið hefst 16. ágúst 2016.

Ef þér fannst þeirri grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Ef þú hefur áhuga á að fylgjast með skrifum Guðrúnar skráðu þig þá á póstlistann hennar.

image_print
Deila áfram