15 ÁHUGAVERÐAR STAÐREYNDIR UM SYKUR

15 ÁHUGAVERÐAR STAÐREYNDIR UM SYKUR

Sykur er að finna um allt og í fleiri fæðutegundum og drykkjum en flesta grunar. Sykurreyr hefur verið ræktaður frá fornu fari og er enn notaður til að bragðbæta svo ótal margt. Því er áhugavert að kynna sér brot úr sögu sykurs.

1 – SYKUR VAR KRYDD 

Þegar sykur koma fyrst til Bretlands á tólftu öld, var hann flokkaður með kryddum eins og engifer, kanil og saffron og einungis notaður af þeim ríku til að bragðbæta rétti sína.

2 – LÆKNINGALYF Í MARGAR ALDIR

Notkun á sykri sem lækningalyfi nær að minnsta kostir aftur til níundu aldar í Írak, þar sem hann var blandaður við ávexti og krydd til að búa til læknandi síróp, duft og jurtaseiði. Mörgum öldum síðar ávísuðu breskir læknar sykri sem lækningalyfi við mörgum sjúkdómum. Einn þeirra sem var upp á átjándu öld lagði til dæmis til að sykri yrði blásið í augu þeirra sem voru með augnsjúkdóma.

3 – KÓNGAFÓLK SÝNDI SYKURSTYTTUR 

Á þrettándu öld var sykurblanda sem líktist marsipani notuðu til að móta ýmsar styttur og form, sem voru til sýnis á konunglegum hátíðum. Þótt stytturnar litu vel út, voru þær ekki sérlega bragðgóðar, enda sykri blandað við fullt af hnetum, mauki og gúmmíi til að gera hann leirkenndan.

4 – SYKUR VAR LÚXUSVARA

Til að byrja með var sykur svo dýr að einungis kóngafólk hafði efni á að nota hann og það meira að segja bara í litlu magni. Á þrettándu öld reyndi Hinrik III eitt sinn að panta eitt og hálft kíló af sykri, en efaðist um að svo mikið af sykri fyndist á Englandi.

5 – ALÞÝÐAN FER AÐ NOTA SYKUR

Þegar kom að árinu 1850, var neysla bresku alþýðunnar á sykri, komin langt umfram neyslu hinna ríku. Þegar verð á sykri lækkaði fór fólk að nota sykur í alls konar bakstur og í hafragrautinn. Á sama tíma byrjaði alþýðan að nota sykur í teið sitt – og sá siður hefur haldist til dagsins í dag.

6 – SYKURREYR RÆKTAÐUR 8000 f. Kr.

Talið er að sykurreyr hafi veirð ræktaður í Nýju-Gíneu allt að 8000 árum fyrir Kr. Þaðan fluttist ræktunin til Filipseyja og Indlands. Í reynd er fyrst minnst á sykur í The Mahabhashya of Patanjali, námsefni um Sanskrít sem skrifað var um það bil 300-400 fyrir Krist.

7 – SYKURNEYSLA VELDUR HRUKKUM

Flestir vita að neysla á of miklum sykri leiðir til þyngdaraukningar, en fáir vita að hann hefur líka áhrif á teygjanleika húðarinnar. Ofneysla á sykri leiðir til þess að sykurinn í blóðinu bindur sig við prótein og býr til mólekúl sem gera kollagenið í húðinn brothættara – og það veldur síðan hrukkum.

8 – SYKUR SEM ROTVARNAREFNI

Sykur hefur verið notaður sem rotvarnarefni í hundruðir ára og loks hafa vísindamenn komist að hvers vegna hann virkar svo vel sem slíkur. Sykur í miklu magni veldur því að bakteríur missa vökva í gegnum það sem kallast osmósi (gegnflæði) – og án vökva geta bakteríur hvorki vaxið né skipt sér.

9 –  HUNDAR ERU VEIKIR FYRIR SYKRI

Vísindamenn eru enn að rannsaka hvers vegna sum dýr vilja sæta fæðu og önnur ekki. Þeir hafa komist að því að hundar eru veikir fyrir sykri, meðan kettir og önnur kattardýr eru það ekki. enda ekki með nema fyrir sykurbragðið í heila.

10 – NEYTIR 75 KÍLÓUM AF SYKRI Á ÁRI

Árið 2019 var gert ráð fyrir að meðal bandaríkjamaður neytti 75 kílóum af sykri á ári eða sem svarar til 6 bolla af sykri á viku eða 13,3 teskeiða á dag. Sykurneysla á mann hér á landi hefur rokkað á milli 45-49 kg undanfarin ár.

11 – OFNEYSLA SKERÐIR GREIND

Það þýðir að ef þú borðar of mikið af sykri verðurðu heimskari – alla vega ef þú ert mús. Það eru einu dýrin sem vísindamenn hafa rannsakað enda mikil líkindi milli heila þeirra og heila manna – og því gert ráð fyrir að of mikið af sykri skerði líka greind manna.

12 – TIL ERU MARGAR TEGUNDIR

Til eru þrír meginflokkar sykurs, einsykrungar (monosaccharides), tvísykrur (disaccharides) og fjölsykrur (polyols). Einsykrur og tvísykrur er að finna í mörgum vörutegundum, allt frá ávöxtum og yfir í strásykur og mjólk. Fjölsykrur eru hins vegar ekki eiginlegur sykur, en þær er helst að finna í sykurlausum sætuefnum.

13 – SYKUR SEM ELDSNEYTI

Margir keyra sig áfram á sykri yfir daginn, til að hafa orku, en það er frekar fölsk orka. Sykur er hins vegar meginuppistaðan í efni sem kallast „geimflauga nammi“ sem er vinsælt form af geimflauga-eldsneyti. Vísindamenn vinna enn að því að gera eldsneyti úr sykri fyrir bíla.

14 – SYKUR ER ÁVANABINDANDI

Ekki fer á milli mála að sykurneysla eða neysla á sykruðum vörutegundum er ávanabindandi. Þess vegna fylgja því fráhvarfseinkenni að hætta neyslu á þeim. Þau einkenni geta verið höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan í líkamanum svo eitthvað sé nefnt.

15 – SYKUR HEFUR VERIÐ NOTAÐUR Í LJÓÐUM OG TÓNLIST

Oft er vísað til sykurs í ljóðum og tónlist, einkum frá því um miðja síðustu öld og má þar nefna hljómsveitir og tónlista menn eins og Talking Heads (Sugar on my Tongue) – Rolling Stones (Brown Sugar) – Maroon 5 (Sugar)

Mynd: CanStockPhoto /schankz

Heimildir: www.angelesinstitute.eduwww.mentalfloss.com

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Síðustu færslur
Deila áfram