10 MEST LESNU GREINARNAR 2019 - Guðrún Bergmann

10 MEST LESNU GREINARNAR 2019

10 MEST LESNU GREINARNAR 2019

Það er alltaf gott að líta um öxl og kanna hvað hefur virkað vel og hvað ekki. Ég tók því saman lista yfir tíu mest lesnu greinar ársins 2019. Það er áhugavert að sjá hvaða umfjöllunarefni hafa valið mesta athygli.

Margir smelltu á NÁMSKEIÐS-síðuna á vefsíðunni minni, en hún telst þó ekki með í þessari upptalningu.

Sumar eftirtalinna greina skrifaði ég árið 2018, en þegar ég skoðaði Google Analytics komu eftirtaldar greinar upp á lista yfir þær sem voru mest lesnar frá 1. janúar 2019 og fram til dagsins í dag.

SÚ VINSÆLASTA EFST

#1 – 9 MERKI UM LEKA ÞARMA

Þetta kemur ekki á óvart, þar sem ég fjalla mikið um meltinguna og mikilvægi þess að halda meltingarveginum í góðu lagi. Rétt um 8.000 smelltu á þessa grein á árinu.

#2 – MAGNESÍUM ER ALLAF MIKILVÆGT

Magnesíum er eitt af þessum allra mikilvægustu bætiefnum. Ef þú ert ekki að taka það inn nú þegar, er um að gera að bæta því á bætiefnalistann á nýju ári.

#3 – JOÐSKORTUR – ÁSTÆÐUR OG BATALEIÐIR 

Joð er mikilvægt fyrir líkamann, einkum skjaldkirtilinn og það er einfalt að bæta úr joðskorti.

#4 – BESTA OLÍAN VIÐ BÓLGUM

Þessi olía er alltaf til á mínu heimilið, enda mikilvægt að geta gripið til hennar þegar á þarf að halda.

#5 – BÓLGUR Í DAG GETA ÞÝTT HEILARÝRNUN Á MORGUN

Eitt af því mikilvægasta sem við getur gert er að vernda heilaheilsuna. Ef það eru bólgur einhvers staðar í líkamanum, eru líka bólgur í heilanum.

#6 – BÆTIEFNI FYRIR BEININ OG HJARTAÐ

Beinagreindin þarf að halda öllu öðru uppi, svo það er mikilvægt að vernda beinheilsuna.

#7 – SJÚKLEGA GOTT OFNBAKAÐ BLÓMKÁL

Þetta er alveg frábær uppskrift – og eðlilegt að rúmlega 2.400 skyldu hafa smellt á hana.

#8 – 5 RÁÐ FYRIR MELTINGUNA

Ég skrifa alltaf um nokkur góð ráð fyrir meltinguna fyrir stórar hátíðir eins og páska og jól. Þessi grein er frá því um síðustu páska.

#9 – LÉTTIST UM 10 KG Á 18 DÖGUM

Flestir sem fara á HREINT MATARÆÐI hreinsikúrnum, bæta ekki einungis heilsu sína og líðan, heldur léttast líka heilmikið. Algengast er að fólk léttist um þetta 2-7 kíló en sumir ná þeim árangri að léttast um 10-12 kíló.

#10 – FÆRÐU OFT ÞVAGFÆRASÝKINGU

Þvagfærasýkingar eru algengari hjá konur en körlum, en það eru margar leiðir til að vinna á þeim. Ég fjalla einmitt sérstaklega um þær og blöðrugigt í nýjustu bókinni minn BETRA LÍF fyrir konur á besta aldri.

GREINAR Á NÆSTA ÁRI

Ég held áfram að vera með greinar á mánudögum á næsta ári og greinar og mataruppskriftir til skiptis á föstudögum.

Ég er líka með plön um að vera oftar „live“ á Facebook síðunni minni með ýmir góð heilsuráð, svo smelltu endilega á „like“ á henni til að fylgjast með.

Takk fyrir að taka þér tíma til að lesa greinarnar mínar. Ef þér fannst þessi samantekt áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

Mynd: CanStockPhoto – serrnovik

 

 

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 272 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í tæp 29 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar