10 BESTU OG VERSTU FÆÐUTEGUNDIRNAR

Þegar kemur að því að velja hvað er í matinn er gott að hafa þetta skjal til hliðsjónar, en þar er að finna þær 10 bestu og verstu fæðutegundir, sem við annað hvort viljum borða til að njóta góðrar heilsu og langlífis eða forðast, því þær geta haft slæm áhrif á heilsuna. Auðvitað væri hægt að hafa þennan lista mun lengri, en þetta eru þær tíu helstu sem gott er að hafa í huga, þegar verið er að kaupa í matinn.

SMELLTU HÉR til að fá skjalið í A4 stærð sem hægt er að festa á ísskápinn eða einhvers staðar þar sem hægt er að sjá það daglega.

Lífsgæðin skipta svo miklu máli, einkum þegar við verðum aðeins eldri, því ef við njótum ekki góðrar heilsu erum við ekki að fullu þátttakendur í öllu því sem er að gerast í kringum okkur. Því er svo mikilvægt að velja fæðu sem styður og styrkir líkamann í að starfa á sem bestan máta og heldur honum heilbrigðum.

HVERSU LENGI ÆTLARÐU AÐ LIFA?
Ég spyr fólk oft þessarar spurningar á námskeiðum mínum og fyrirlestrum. Það er nefnilega gott að gera sér grein fyrir hversu lengi við stefnum á að halda sterkum, bólgulausum og liðugum líkama, sem þjónar okkur vel. Þá þarf að skoða þann aldur sem við viljum ná og draga síðan frá honum þann aldur sem við erum á til að sjá hveru löng leið er eftir af lífsferlinum.

Staðreyndin er nefnilega sú að mataræði og lífsstíll okkar í dag ræður því hvernig heilsa okkar verður eftir fimm, tíu eða fimmtán ár og því er gott að velja vel – ef við viljum njóta góðra lífsgæða. Námskeið mín um HREINT MATARÆÐI eru frábær grunnur að bættum og betri lífsstíl, en það næsta hefst 18. apríl.

BÆTIEFNI STYÐJA VIÐ GOTT MATARÆÐI
Til að styðja við gott mataræði er að mínu mati nauðsynlegt að taka inn bætiefni. Eitt það allra mikilvægasta er kannski Omega-3 því við þurfum góðar olíur í líkamann. Á mínum lista er líka alltaf Magnesium & Calcium frá NOW, en það er með 800 mg af magnesíum og 400 mg af Calcium, auk þess sem í því er sink og D-3 vítamín. Þannig nýtist það best, því magnesíum þarf sink til að upptakan sé sem best í líkamanum og kalk og D-3 þarfnast hvors annars. Fyrir utan þessi tvö tek ég nokkur önnur bætiefni reglulega, en það er efni í heila grein, svo ég læt þetta duga í bili.

SMELLTU HÉR til að fá listann yfir 10 bestu og verstu í A4 stærð!

Ef þér fannst þessi grein áhugaverð, deildu henni þá endilega með öðrum.

 

image_print

Um höfund

Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
  • 609 Posts
  • 0 Comments
Guðrún Bergmann hefur í rúm 30 ár verið ötull talsmaður þess að velja náttúrulegar leiðir til betri heilsu og bættra lífsgæða. Sjá nánar
Deila áfram